20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1066 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Framsögum. (Guðm. Hannesson) :

Það voru einungis fáein orð, sem jeg ætlaði að segja.

Munurinn er ekki mikill, hvort það eru búnaðarsamböndin eða sýslunefndirnar, sem eru skyldaðar til að sjá um framkvæmd þessara laga. Fyrir nefndinni vakti, að setja það skilyrði í fjárlögin, að styrkur til búnaðarsambandanna væri bundinn því, að þau ljetu framkvæma þessar mælingar.

Um tímatakmörkunina var nefndin öll á einu máli. Hvað kostnaðinum og hámarkinu viðvíkur, þá skal jeg taka það fram, að jarðir, sem eru hundraðamargar, þola þyngri byrðar en hinar, jafnvel þótt túnin kunni að vera tiltölulega lítil. Yfirleitt held jeg að breytingar nefndarinnar sjeu til bóta.