11.08.1915
Neðri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1086 í B-deild Alþingistíðinda. (1898)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Ráðherra :

Háttv. þm. V.-Sk. (S. E ) stóð upp til þess, að kenna mönnum »mores«. Hann er kann ske vel til þess fallinn, að minsta kosti vantar hann ekki stillinguna. Orð hans viðvíkjandi Landsbókasafninu sýndu, að hann hefir ekki heyrt orð mín. Jeg gat þess, að launakjörin væru sæmileg, eins og. þau eru nú, meðan þessir menn eru við safnið, og nefndi tölur, sem ekki verða hraktar. Viðvíkjandi aðstoðarmanninum, sem hann var að tala um, þá er það að segja, að hann er ekki fastur maður við safnið.

Háttv. þm. (S. E.) talaði um hlutdrægni og pólitík. Jeg get vísað þessu frá mjer, vegna þess, að háttv. þm. Dal. (B. J.) er flutningsmaður frv., og vill háttv. þm. (S. E ) víst ekki væna hann því, að hann sje það af pólitískum ástæðum.

Þar sem háttv. þm. (S. E.) gat þess í sambandi við þjóðmenjavörðinn, að sæmra væri að hlynna að honum, þá vil jeg spyrja hann um, hvort hann viti nema það verði gjört í sambandi við fjárlögin. Annarsstaðar verður því ekki við komið. Fyrst háttv. þm. (S. E.) á annað borð er að minnast á pólitík og segja, að jeg sje frumvarpinu hlyntur, vegna þess, að landsskjalavörður sje fylgismaður minn, þá get jeg eins snúið þessu við og sagt, að hann sje því mótfallinn vegna þess, að maðurinn sje andstæðingur hana. Hvorttveggja er jafn hugsunarrjett.

Þá var háttv. þm. (S. E.) að tala um hegðun »úr« ráðherrastóli. En mjer er spurn: Stendur maður, sem er nýkominn úr ráðherrastóli, fyrir utan það að þurfa að hegða sjer sæmilega. Hann ætti að vera svo vitur, að vera ekki að koma með aðrar eina ásakanir og þessar og kunna betur að stilla orðum sínum en hann gjörði síðast. En orð hans tek jeg mjer annara ekki nærri.