26.08.1915
Neðri deild: 43. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1099 í B-deild Alþingistíðinda. (1910)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Hannes Hafstein:

Jeg skal leyfa mjer að gjöra örstutta athugasemd við þann misskilning, — sem kom fram hjá háttv. framsögum. minni hlutans (Þ. B.), er hann hjelt, að hjer væri um það að ræða, að stofna nýtt embætti, og vildi ekki slíka óhæfu fremja. Hjer er að eins að ræða um hækkun á borgun fyrir starf sýslunarmanns, ekki einu sinni um hækkun embættislauna. Til embættis þarf konungsveitingu, og því fylgja eftirlaun. Sýslanir veitir ráðherra, og þeim fylgja engin eftirlaun.

Jeg vona, að háttv. framsögum. minnihlutana (Þ. B.) skiljist, að þessi mótbára hans er þar með burtu fallin, og að hann, sem sanngjarn maður, greiði atkvæði með frumvarpinu, úr því að það brýtur alls ekki í bág við þær meginreglur, er hann lagði áherslu á.