14.09.1915
Neðri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í B-deild Alþingistíðinda. (1984)

62. mál, stofun Brunabótafélags Íslands

Forseti:

Jeg skal leyfa mjer að geta þess, að háttv. þm. Borgf. (H. S.) hefir fengið heimfararleyfi af þingi og að háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) hefir fengið leyfi til fjarvistar í dag.

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti, að fengnu samþykki ráðherra, leyfis deildarinnar til afbrigða frá þingsköpunum um þetta mál, vegna þess, að nefndarálit um það hafði ekki legið nógu lengi frammi. Veitti deildin það með öllum þorra atkvæða.