14.09.1915
Neðri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (1986)

62. mál, stofun Brunabótafélags Íslands

Framsm. minni hl (Sigurður Eggerz):

Jeg ætla mjer ekki að lengja umræðurnar í dag um þetta mál. Jeg vil að eins leyfa mjer að taka í sama strenginn og háttv. framsm. meiri hlutans (M. K.), að skora á hæstv. ráðherra að gjöra alt, sem í hans valdi stendur, til þess að fá endurtrygging fyrir fjelagið. Að öðru leyti get jeg vísað til þess, sem jeg sagði við 2. umr. hjer í deildinni. Jeg mun greiða atkvæði á móti frumv. nú eins þá, af því að jeg er hræddur um að endurtrygging fáist. Jeg vil einnig vekja athygli á því, að það er að sumu leyti kostur, að nokkur hluti eignanna sje í sjálfsábyrgð, ef hægt er að reiða sig á virðingu þeirra og mat, því að það dregur úr áhættunni. En það er líka ókostur, að því leyti, að landsmenn geta ekki trygt eignir einar til fulls. Þetta er töluverður ókostur, t. d. um dýr hús, að viss hluti þeirra skuli ekki geta fengist vátrygður.

Jeg vil að lokum endurtaka áskorun mína til stjórnarinnar, um að gjöra alt sem hún getur, til þess að fá endurtrygginguna.