30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (1999)

123. mál, sveitarstjórnarlög

Forseti:

Mál þetta er of seint fram komið; verður því að leita leyfis hæstv. ráðherra, til þess að það sje tekið til umræðu með afbrigðum frá þingsköpunum, og samþykkis deildarinnar.

Að fengnu leyfi ráðherra var leitað atkvæða um það, hvort málið skyldi tekið til umræðu, og var það samþykt með 16 shlj. atkv.