02.09.1915
Neðri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (2040)

109. mál, skipun dýralækna

Ráðherra:

Jeg á eina lítilsháttar brtt. á þgskj. 678. Það er engin efnisbreyting, heldur að eins formsatriði. Jeg vil láta 5. gr. í lögum 2. okt. 1891 umskipun dýralækna á Íslandi falla í burtu, vegna þess, að hún er orðin úrelt, þar sem amtsráð og landshöfðingi eru ná úr sögunni. Jeg vil taka efnið úr greininni og bæta því aftan við 2. gr., með þeirri breytingu, að í stað þess, sem áður stendur »amtsráð« og »landshöfðingi«, komi nú »stjórnarráðið«.

Það væri ef til vill ástæða til að taka málið út af dagskrá, til þess að nefndinni gæfist færi á að athuga þetta betur.