12.07.1915
Neðri deild: 4. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1297 í B-deild Alþingistíðinda. (2077)

95. mál, stofnun Landsbanka

Ráðherra:

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta frumv.; fyrir því er gjörð nákvæm grein í athugasemdunum við það. 2.-4. gr. eru afleiðingar af breytingu þeirri, sem fólgin er í fyrstu grein, og fer fram á það, að bankastjórar við Landabankann verði þrír, einn þeirra lögfræðingur.

Á þessu stigi málsins þarf jeg ekki að gjöra nánari grein fyrir frumvarpinu. Læt mjer nægja að vísa til athugasemda við frv.