10.08.1915
Efri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

30. mál, vörutollaframlenging

Steingrímur Jónsson :

Þetta frv. er ekki umfangsmikið, en samt er það mjög. mikils varðandi fyrir land og lýð. Jeg stend þó í þetta skifti að eins upp til þess að benda á, að það var sjálfsögð skylda stjórnarinnar að sameina öll þessi vörutollslög í einn lagabálk, og þá um leið, að sniða nokkra þá agnúa af, sem tilfinnanlegastir eru. Hins vegar álít jeg óráðlegt að koma fram með tillögur um breytingar á frumvarpinu hjer í deildinni. Það gæti orðið til þess, að frv. strandaði, eða yrði breytt í óheppilega átt, og væri þá verr farið en heima setið. Jeg vildi að eins vekja eftirtekt á þessu hjer í deildinni, því að mjer finst það mjög illa farið, að stjórnin skuli ekki hafa tekið málið til rækilegri meðferðar en raun hefir á orðið.