12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1328 í B-deild Alþingistíðinda. (2096)

95. mál, stofnun Landsbanka

Guðmundur Hannesson:

Hvað sem nú kann að verða ofan á hjer, og þótt skynsamlegt kunni að vera, að fá erlendan fjármálamann, sem gefið gæti góð ráð, þá stendur nú svo á., að peningar eru dýrir í heiminum og vextir afarháir. Það er því við búið, að árangurinn yrði lítill; ólíklegt, að nokkurs fjár verði aflað á næstu tveim árum.

Annars fer því fjarri, að hjer sje eingöngu að ræða um skipulag Landsbankans. Skipulag beggja bankanna þyrfti þá að athuga og fjármál landsins í heild sinni. Bæði er það mitt álit, og jafnvel erlendra fjármálamanna, að heppilegt væri, að breyta starfsviði og verkaskiftingu bankanna, og mætti báðum verða hagur að.

En dagskránni get jeg ekki verið með, vegna þess, að jeg tel hana ekki líklega til að bera verulegan árangur.