03.09.1915
Neðri deild: 50. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (2112)

139. mál, fjölgun ráðherra

Guðmundur Hannesson:

Jeg ætla ekki að segja annað en það, að jeg get ekki greitt þessari dagskrá atkvæði. Jeg lít svo á, að þingið geti gjört margt heppilegra nú á tímum en að hugsa um hvort ráðherrar skuli verða 3 framvegis, eða ekki.

Jeg veit ekki hvort kjósendur hafa athugað málið alment; en jeg veit, að mörgum er það ógeðfelt.