13.08.1915
Efri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í B-deild Alþingistíðinda. (216)

30. mál, vörutollaframlenging

Hákon Kristófersson :

Án þess að jeg hafi nokkuð á móti því, að málið verði tekið út af dagskrá, þá get jeg ekki sjeð, að það, sem felst í varatillögu minni, geti ekki samrýmst við lögin. Meiningin er sú, að fiskumbúðir og strigi skuli vera undanþegnar tolli. Og jeg mundi skilja tillöguna svo, en jeg veit ekki, hvort það er rjett skilið. Jeg vil taka það fram, að jeg er ekki að mótmæla því, að orða mætti tillöguna heppilegar, en jeg get ekki sjeð, að mitt orðalag valdi misskilningi. En ef deildin álítur það gagnstæða, þá má gjarna taka málið út af dagskrá fyrir mjer, en jeg get ekki óskað eftir því, þar sem jeg sje ekki að mitt orðalag sje rangt. Um sjálfa tillöguna þarf jeg ekki að tala frekar. Það sjá allir, að sanngjarnt er, að fiskumbúðir sem búið er að flytja inn og greiða toll af, sjeu tollfrjálsar, þegar þær eru sendar heim aftur, eftir af hafa verið notaðar til umbúða.