14.08.1915
Efri deild: 33. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

30. mál, vörutollaframlenging

Hákon Kristófersson:

Jeg á breytingartillöguna á þgskj. 331. Í henni er sama og varatillögunni í gær, er þótti ekki nógu skýr að orðalagi. Hún fer fram á, að aftan við 1. gr. bætist, að fiskumbúðir úr striga, sem endursendar eru, skuli taldar með vörum þeim, er undanþegnar eru vörutolli.

Þetta er svo eðlilegt og ljóst, að jeg vona að háttv. deild samþykki tillöguna. Jeg finn enga ástæðu til, að fjölyrða meira um þetta, en óska að hæstv. forseti leiti atkvæða um þetta með nafnakalli.