06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1414 í B-deild Alþingistíðinda. (2188)

44. mál, fuglafriðun

Guðmundur Eggerz:

Jeg vil leyfa mjer að styðja brtt. á þgskj. 243. Jeg sje ekki neitt athugavert við þær, þótt friðunartímanum sje ekki breytt í það horf, sem jeg hefði helst kosið, að því er snertir spóa og lóur. En þær bæta mikið úr þeirri grautargjörð, sem komin er á, eftir frv. á þgskj. 211.

Háttv. 1. þm. Rvk. (S. B.) sagði, að gömlu lögin væru tekin upp, til þess að gjöra breytinguna sem aðgengilegasta fyrir almenning, svo að hún ylli ekki ruglingi. En jeg held, að það, sje gjört af öðrum ástæðum. Nefndarálitið sýnist bera það með sjer, að í nefndinni sjeu fáir menn, sem þekkja fuglana eða eru kunnugir stærð þeirra og lifnaðarhátt- um. Nefndin hefir því ekki sjeð sjer fært að breyta lögunum á annars en þann, að grípa til gömlu laganna og láta þau gilda.; og við þetta er komin fram sú herfilegasta grautargjörð, sem enginn botnar í. Flokkaskiftingin í þessu máli er jafnvel orðin enn þá einkennilegri heldur en hjer í háttv. deild. Jeg skal nú benda á nokkur atriði. T. d, eru svölur ófriðaðar. Það er enginn matur í svölum, og ekki heldur í sendlingum eða snæuglum. Þetta er alt ófriðað. Ernir voru áður friðaðir, en nú á að fara að skjóta þá. Þetta getur ekki verið gjört til þess, að gjöra mönnum greiðara að afla sjer matfanga, heldur er það afleiðing af því, að nefndin tók upp gömlu lögin. En jeg skal leyfa mjer að benda á, að þessi fulglafriðunarlög eru nú orðin nokkuð mörg. Fyrst eru lög frá 17, mars 1882, og aftur koma út friðunarlög 1885, sömuleiðis 1890, og enn 1903 og svo loks 1913, þau lög, sem nú er verið að breyta.

Ef þetta frumv. gengur fram, þarf maður helst að hafa með sjer lagasafnið og stúdera það vel og lengi, ef maður fer að skjóta. En ef brtt. háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) ganga í gegn, verður þetta miklu skýrara. Eina breytingin verður þá fólgin í því, að rjúpan verður ekki friðuð alt árið. Hugsunin var líka sú fyrir dýrtíðarnefndinni, að ófriða rjúpuna. Jeg get vel sætt mig við það, því að afstaða mín til þess máls í fyrra var sú, að lengja friðunartíma hennar, en láta hana ekki vera friðaða heilt ár. Jeg vona, að brtt. á þgskj. 243 verði samþyktar. En verði frumv. samþykt eins og það liggur fyrir, þá hefi jeg heyrt það sagt, að ekki muni verða »spanderað« á það umræðum í háttv. Ed., þegar það kemur þangað, heldur muni hún þegjandi ganga milli bols og höfuðs á því: