31.07.1915
Neðri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

54. mál, póstsparisjóðir

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Jeg sje að þessi aths. hv. þm. Snæf. (S. G.) muni geta haft við mörg góð rök að styðjast.

Að þetta frumvarp kemur svona frá okkur nefndarmönnum, kemur til af því, að það barst nefndinni í hendur frá stjórninni, og þótti okkur þá rjett að koma því á framfæri. Og við vildum leggja það fram óbreytt, svo að háttv. deild gæfist kostar á að sjá það, eins og höfundur þess hafði frá því gengið, en láta jafnframt sjást, hvernig nefndin hefði hugsað sjer það, ef það hefði komið beinlínis frá henni. Þannig ber að skoða brtt. hennar við það á þgskj. 114. Jeg hefi ekkert á móti því fyrir mitt leyti, að ný nefnd sje skipað, en hins vegar efast jeg um, að hún myndi gjöra verulegar breytingar á frumv.