31.07.1915
Neðri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1425 í B-deild Alþingistíðinda. (2209)

54. mál, póstsparisjóðir

Sigurður Gunnarsson:

Jeg held, að hjer. lýsi sjer alt of mikil viðkvæmni, sjerstaklega hjá 2. hv. þm. S.-Múl. (G. E.). Hann hefir eflaust fundið margt púðrið, og það líklega ekki spilst af vætu. Jeg gjörði aldrei neina tillögu í þá átt, sem um hefir verið talað, heldur sagði jeg, að með því að hjer væri um merkilegt og íhugunarvert efni að ræða, þá hefði jeg óskað, að nefndin sjálf hefði gjört ítarlegri grein fyrir sinni skoðun, en gjört var. Hv. frsm. (G. H.) tók þessum athugasemdum mínum með allri stillingu, svo sem hans var von og vísa; og jeg kann honum þakkir fyrir. Og svo álít jeg óþarft að fara lengra út í þessar umr.