13.08.1915
Neðri deild: 32. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (2228)

66. mál, Skarfsstaðir í Hvammssveit

Framsm. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Jeg ætla ekki að halda langa ræðu. Þess gjörist engin þörf, því að í nefndaráliti minni hlutans er alt það, er kunnugir menn þarfnast til að vita alt um málið, er sagt verður. Ástæður þær, er meiri hlutinn færir fyrir sinni skoðun, eru rangar. í Skarfsstaðanesi getur aldrei risið upp kauptún, og jörðin er engan veginn vel fallin til sundurskiftingar í lífvænleg býli.

Annars bið jeg menn að lesa nefndarálit minni hlutans, til þess að jeg þurfi ekki að endurtaka það. Skal jeg svo ekki verða margmæltari um þetta.