19.08.1915
Efri deild: 37. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

51. mál, sparisjóðir

Frmsm. (Kristinn Dan.):

Jeg ætla enga langa framsöguræðu að halda. Málið er orðið svo marg kunnugt, að jeg álít óþarfa að tala langt mál um ágreiningsatriði. Jeg vil því að eins leyfa mjer að vísa til nefndarálitsins, sem jeg vona að háttv. deildarmenn hafi kynt sjer. Jeg vona, að málið fái góðan framgang, og verði að lögum; svo að reynsla fáist fyrir því, hvernig það reynist; jeg gjöri mjer því von um, að það verði samþykt. Jeg hygg að háttv. deildmenn hugsi ekki til breytinga á lögunum, frá því sem nú er, því ella mundu þeir hafa borið sig saman við nefndina.

Það var samkomulag hjá nefndinni, að koma ekki fram með breytingartillögur sínar við þessa umræðu. Við viljum að málinu verði vísað til 3. umræðu og þá munum við koma með breytingartillögurnar á þgskj. 367. Þá mun jeg og skýra dálítið frá, hvað vakti fyrir nefndinni með þeim breytingartillögum.