02.08.1915
Efri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

60. mál, vélgæsla á gufuskipum

Karl Einarsson:

Jeg á svolitla breytingartillögu á þgskj. 175, og skoða hana sem hún sje frá nefndinni, því hún hefir tjáð mjer, að hún fallist á hana. Brtt. er sem sje við 18. gr., sem ræðir um rjettindi þeirra, sem hafa fengið undanþágu til að vera vjelstjórar, eða fengið vjelstjóraskírteini áður en lögin öðlast gildi. Þessir menn standa á ólíku stigi, hvað þekkingu snertir, 1) þeir sem hafa tekið próf og 2) þeir sem ekkert próf hafa tekið. Þeir munu vera 6 alls, sem ekkert prófhafa tekið, en fengið vjelstjóraskírteini, og hafa þeir reynst hæfir og dugandi menn.

Frv. ætlast til, að þessir menn haldi stöðu sinni, en nefndinni hefir virst það varhugavert, nema það sæist á skírteininu að það væri með undanþágu.

Ritvilla hefir slæðst inn í brtt., þá í stað þó, og skal jeg biðja skrifstofustjórann að lagfæra það.

Að öðru leyti leyfi jeg mjer að mælast. til þess, að háttv. deildin samþykki breytingartillöguna.