31.08.1915
Neðri deild: 47. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1650 í B-deild Alþingistíðinda. (2370)

129. mál, útflutningsgjald

Ráðherra:

Jeg held að þetta sje ekki rjett álitið hjá háttv. þm. Dal. (B. J.). Fyrst er nú það, að þessi svokallaða Velferðarnefnd er kosin í sameinuðu þingi. Það vill svo til, að nokkrir menn úr henni, eða þeir þrír menn, sem sæti eiga í neðri deild, hafa gjörst flutningsmenn að þessum frumv. Hlutverk nefndarinnar er ekki að semja frumv.

Hún er nánast administrativ. Það er ekki á móti þingsköpunum að skipa nefnd í málið, og jeg held að deildin myndi græða meira á því, heldur en að vísa því aftur til flutningsmannanna. Jeg skildi háttv. þm. Dal. (B. J.) svo, að hann áliti, að úr því að málið kæmi úr nefnd, þá ætti ekki að skipa nýja nefnd í það hjer, heldur ætti að vísa því til sömu nefndar aftur.