11.09.1915
Neðri deild: 57. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (2405)

140. mál, heimild til dýrtíðarráðstafana

Bjarni Jónsson:

Það er að eins örstutt athugasemd út af ræðu háttv. framsögum. meiri hlutans (Þ. B.). Jeg vil bera brigður á það, sem hann sagði, um að ræða mín hefði ekki komið nálægt frumv. Jeg talaði einmitt um, að frumv. væri rangt, vegna þess, að þetta væru bara hjálparlátalæti. Það er engin hjálp í því, að segja fátækum sveitum að bjarga sjer á eigin spítur. Frv. er blátt áfram meinloka út í loftið. Það er augljóst, að það er óverjandi, enda hefir vörnin ekki tekist fimlega.

Þar sem hv. framsögum. meiri hlutans (Þ. B.) sagði, að jeg hefði sagt, að jeg hefði skilið skynsemina eftir uppi á Laugavegi, þá er það ekki rjett hermt. En hitt er annað mál, að mjer hefði verið óhætt að skilja hana eftir heima upp á það, að jeg hefði getað rætt mál þetta betur heldur en háttv. meiri hluti fyrir því.