19.07.1915
Neðri deild: 10. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1765 í B-deild Alþingistíðinda. (2449)

13. mál, harðindatrygging búfjár

Eggert Pálsson:

Jeg ætla ekki að vekja langar deilur við háttv. flutnm. (B. J.) um það, í hvaða nefnd þetta mál eigi að fara. Jeg get ekki skilið það, að honum sje það eigi ljóst, að málsins vegna er það nauðsynlegt, að sama nefnd fari með bæði frumv. Jeg kannast fúslega við það, að háttv. flutnm. (B. J.) hefir sama rjett og jeg og aðrir flutnm., til þess að fá að fjalla um málið í nefnd. En þótt hann eigi ekki sæti í nefndinni í frumv. um afnám forðagæslulaganna, þá er lítill vandi að bæta úr því. Það þarf ekki annað til þess en að forðagæslunefndin »suppleri« sig, og sem formaður þeirrar nefndar treysti jeg mjer til þess, að fá því framgengt, að stungið verði upp á háttv. þm. Dal. (B. J.) í hana til viðbótar, og veit, að deildin mundi veita til þess samþykki sitt.