17.07.1915
Neðri deild: 9. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1779 í B-deild Alþingistíðinda. (2459)

15. mál, forðagæsla

Bjarni Jónsson:

Jeg ætla aðeins að tala um nefndina. Mjer virðist þetta mál eingöngu eiga heima í landbúnaðarnefndinni, og þótt það sje rjett hjá hv. flutningsmanni (E. P.), að illa standi á þar sem enginn flutningsmanna situr í henni, þá er líka að líta á hitt, að jeg hefi einnig lagt fram frumv., samið af Torfa heitnum í Ólafsdal, sem vísað mun til þeirrar nefndar, svo að það er óviðkunnanlegt, ef tvö frumv. mikið til sams konar lenda sitt í hvorri nefndinni. Að öðru leyti mun jeg geyma umræðu um þetta mál, þangað til á dagskrá kemur frumv. það, er jeg hefi nú getið, og miklu er umfangsmeira en þetta.