30.07.1915
Efri deild: 19. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í B-deild Alþingistíðinda. (251)

47. mál, atvinna við siglingar

Framsögum. (Karl Einarsson) :

Sem framsögumaður nefndarinnar vil jeg mæla örfá orð með brtt. þeirri, er nefndin flytur á þgskj. 152.

Það kom fram við 2. umr. málsins, að háttv. þingdeildarmenn voru ekki ánægðir með ákvæði þau í 2. gr. frv., er lúta að sjón mótorbátaformannaefna. Og ýmsir hv. þingmenn greiddu atkvæði með þessu ákvæði til 3. umr., í því trausti, að því yrði þá breytt og fært á þann veg, er þeir óskuðu.

Nefndinni fanst því rjett, að athuga þetta atriði, og hefir nú borið fram þessa tillögu á þgskj. 152, til samkomulags, og þá gengið svo langt, sem hún sá sjer fært.

Jeg er að vísu ekki alveg óhræddur við að leggja þetta á vald stjórnarráðsins; það verður ef til vill of strangt, en jeg vænti þess, að það leiti sjer álits landlæknis um reglurnar, áður en þær verða settar, er síðan leiti álits sjerfræðinga, t. d. forstöðumanns Stýrimannaskólans, og býst því við, að . þessar reglur verði við hæfi, og mæli því með að brtt. verði samþykt.