13.08.1915
Neðri deild: 32. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1815 í B-deild Alþingistíðinda. (2519)

102. mál, Flóaáveitan

Sigurður Gunnarsson:

Jeg er fyllilega samdóma háttv. landbúnaðarnefnd um það, að sjálfsagt sje að rannsaka þetta mikilsverða mál sem best og ítarlegast, og eins um það, að þessi tillaga sje nauðsynleg og gangi í rjetta stefnu. En jeg vildi minnast á eitt atriði í viðbót við það, sem háttv. frsm. (G. H.) sagði.

Jeg þykist vita, að þegar farið er að hreyfa við þessu máli í alvöru, þá sje meðal annars áburðarmagnið í Þjórsá rannsakað af hæfum mönnum. Þetta vaktist upp fyrir mjer, þegar jeg heyrði háttv. framsm. (G. H.) tala um Safamýri, sem nú hefir sprottið svo vel um margar aldir. Nú er það víst, að það vatn, sem frjóvgar hana, er sambland af jökulvatni og bergvatni; það er bæði úr Þverá og Rangá, og virðist því svo, sem slíkt sambland sje mjög heppilegt.

Mjer sýndist því heppilegt, að þeir, sem eiga að gjöra tilraunir þær, er jeg gat um áðan, hefðu jafnframt Safamýri til hliðsjónar. Þessu vildi jeg að eins hreyfa til athugunar.

Ráðherra bað um nafnakall við atkvæðagreiðslu um till. á þgskj. 282, og fór hún svo, að allir viðstaddir þm. sögðu já, en enginn nei.

Fjarstaddir voru Bjarni Jónsson og Skúli Thoroddsen.