25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í B-deild Alþingistíðinda. (255)

47. mál, atvinna við siglingar

Karl Finnbogason:

Við háttv. þm. G.-K. (K. D.) eigum brtt. á þgskj. 519. Við vorum í minni hluta í nefndinni um þetta orð. Jeg þarf ekki að gjöra langa grein fyrir því, hygg að það komi í veg fyrir misskilning á orðinu smálest, og það var aðalástæðan fyrir brtt. háttv. meiri hluta nefndarinnar. Við leggjum til, að orðið lest verði alstaðar notað, en í fyrsta skifti sem það kemur fyrir, sje „tonn“ haft með því í sviga. Þetta er í fullu samræmi við aðrar brtt., sem við höfum gjört í sömu átt, og jeg skil ekki; annað en að allir, sem hafa greitt þeim atkv., greiði einnig þessari brtt. atkv. sitt. Hún er til málbóta, eins og aðrar tillögur okkar háttv. þm. G. K. (K. D.)