18.08.1915
Neðri deild: 36. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (2569)

111. mál, yfirskoðunarmenn landsreikninganna

2569Bjarni Jónsson:

Jeg neyðist til að gjöra örlitla athugasemd, því að þó að landið sje nú svo illa statt, að háttv. efri deild lýsi yfir því, að það hafi ekki ráð á 20 þús. kr. í júlímánuði, þótt líf lægi við, þá er jeg nú samt samdóma hæstv. ráðherra um þetta stórmál, að hækka þessar 5 kr. upp í 6 kr., og jeg myndi ekki hika við, ef brtt. kæmi í þá átt. En þar sem hann segir, að embættismenn, eins og ráðunautar Búnaðarfjelags Íslands, sjeu ekki undir sig gefnir, þá skil jeg það ekki. Þeir eru þó launaðir úr landssjóði, og þegar þeir þurfa að ferðast um og gefa leiðbeiningar, þá er sjálfsagt, að þeir hafi ekki verri skildaga en aðrir starfsmenn landsins. T. d. ef það væri nú háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), þá væri það nóg, að hann er alt of lágt launaður, ekki nema 1500 kr. á ári. Jeg sný ekki aftur með það, að ef landið ætlar að láta menn beitsla vatnsföll og láta árnar renna upp á móti, þá sjer það ekki sóma sinn, ef það sjer ekki vel fyrir þeim.