15.07.1915
Neðri deild: 7. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (2597)

6. mál, skipun landbúnaðarnefndar

Flutnm. (Jón Jónsson):

Okkur flutningsmönnum þessarar tillögu, þótti rjett, að kosin væri á þessu þingi nefnd, til að íhuga landbúnaðarmál, svo sem siður hefir verið til, að undanförnu.

Meðal annara framfara, sem við teldum æskilegar, er t, d. það, að rafmagn yrði notað meira en gjört hefir verið, bæði til suðu og annars, og ætlum við, að það mundi geta haft mikla þýðingu til hagsmuna fyrir landsmenn. Það hefir verið erfitt hingað til, vegna kostnaðarins, og hyggjum við því þörf á að löggjafarvaldið láti það mál til sín taka.

Jeg skal ekki að þessu sinni tala meira fyrir þessari tillögu, en óska þess að eins, að hún verði samþ.