02.09.1915
Neðri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í B-deild Alþingistíðinda. (2637)

96. mál, kaup á Þorlákshöfn

Ráðherra:

Maður veit ekki, hvað samþykt kann að verða hjer í deildinni í þessu máli, en verði heimild til stjórnarinnar samþykt til að kaupa jörðina fyrir 50,000 kr., þá er það sama sem að útiloka kaupin. Ef 80,000 kr. hvíla á eigninni, finst mjer það gjörsamlega útilokað, að hún fáist undir því verði. Ef það kæmi í ljós, að það væri ómögulegt að fá eignina keypta fyrir 50,000 kr., þá er það auðvitað hreinn og beinn barnaskapur, að samþykkja þessa tillögu um heimild fyrir stjórnina, til að verja 50,000 kr. til þessara kaupa.

Forseti tók málið út af dagskrá.