26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2160 í B-deild Alþingistíðinda. (2690)

21. mál, landhelgisvarnirnar

Framsögum. (Matth. Ólafsson):

Þegar hafa orðið nokkrar umræður um þetta mál.

Fyrir nefndinni vakti það, að láta þá skoðun koma fram, að vjer leitum ekki frekar á náðir Dana en vjer þurfum. Nefndin lítur svo á, að hjer sje um mál að ræða, er oss beri sjálfum að takast á hendur. En að fara fram á þetta við Dani nú, biðja um mörg skip til strandvarna, þegar alt er í ófriði, er alveg gagnslaust. Jeg skil það ekki, að þeir menn, sem halda því fram, að stöðulögin gildi hjer ekki, fari í alvöru að gjöra kröfur samkvæmt stöðulögunum.