13.09.1915
Neðri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2234 í B-deild Alþingistíðinda. (2744)

147. mál, rannsókn á kolanámum á Íslandi

Framsögum. (Pjetur Jónsson):

Sú grein er gjörð fyrir þessari tillögu í nefndaráliti fjárlaganefndarinnar, að jeg get látið mjer nægja, að skírskota til þess. Tillagan felur í sjer að eins áskorun til stjórnarinnar um að gjöra þær ráðstafanir, sem þurfa til undirbúnings undir kolanámuvinslu. Fjárlaganefndin vildi ekki mæla með fjárveitingu til rannsóknanna, út í bláinn. Það lá engin áætlun fyrir um það, hvað slík rækileg rannsókn mundi kosta, en nefndin telur hins vegar nauðsynlegt, að málið sje rannsakað, og vill því fela stjórninni eftirgrenslan á því, hvað rækileg námurannsókn kosti.