07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2252 í B-deild Alþingistíðinda. (2756)

22. mál, loftskeytastöð í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Sveinn Björnsson):

Jeg er þakklátur hæstv. ráðherra fyrir þær skýringar, sem hann hefir gefið hjer á ýmsu því, er áður stóð óljóst fyrir mönnum í þessu loftskeytamáli. Jeg var samt ekki alls kostar ánægður með svar hans. Jeg fæ það út úr því, að þrátt fyrir skýlausa yfirlýsingu landsímastjórnarinnar, að stöð skyldi reist 1915, þá get jeg ekki sjeð, að neitt hafi verið gjört í því efni, og það þess heldur, sem þingið skoraði á stjórnina að herða á þessu máli. Jeg veit, að samkvæmt þingsköpum er ekki hægt að koma fram með yfirlýsingu í beinu sambandi við þetta, en mjer finst þó rjett, að þingið láti til sín heyra um það, að þetta sje ekki dregið á langinn að ástæðulausu, og mun seinna koma fram með tillögu í þá átt, ef mjer þykir ástæða til.