11.09.1915
Neðri deild: 56. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2258 í B-deild Alþingistíðinda. (2768)

143. mál, útibú frá Landsbankanum á Austurlandi

Fyrirspyrjandi (Jón Jónsson):

Eins og kunnugt er, var á síðasta þingi samþykt þingsályktunartillaga, þar sem skorað er á landsstjórnina, að láta ekki lengur dragast að stofna útibú frá Landsbandsbankanum á Austurlandi. Þessi tillaga var ekki fram flutt að ástæðulausu, því að Austurland hefir nú beðið eftir þessari stofnun í 30 ár, eða frá því að Landsbankinn var stofnaður 1885. Í lögum um stofnun Landsbankans 1885 stendur sem sje: »Bankinn skal, með samþykki landshöfðingja, svo fljótt sem auðið er, setja á stofn aukabanka eða framkvæmdarstofur fyrir utan Reykjavík, einkum á Akureyri, Ísafirði og Seyðsfirði«. Nú hefir Landsbankinn fyrir alllöngu stofnað útibú á Akureyri og Ísafirði, en bið hefir orðið á stofnun þess á Austurlandi. Þessu una menn ekki þar eystra, sem eðlilegt er, og skírskota til lagaákvæðisins, sem fyrirskipar stofnun útibúsins. Svörin hafa verið þau venjulega, þegar á þetta hefir verið minst við bankastjórnina, að ekki væri nægilegt fje fyrir hendi. Það kann að vera, að nokkuð hafi verið til í þessu, en þó er jeg hræddur um, að bankastjórnin hafi frá öndverðu ekki treyst sjer til að setja upp þetta útibú, af hvaða ástæðum, veit jeg ekki, en líklega mun það hafa stafað af þeim misskilningi, að hún þyrði ekki að leggja fje í hendur manna eystra, en þó veit jeg það ekki greinilega.

Nú til þess að vekja athygli manna manna á því, að það er alls ekki rjett, að Landsbankinn geti ekki reist útibú á Austurlandi, þá hefi jeg farið í gegnum efnahagsreikning bankans, og safnað þaðan skýrslum til sönnunar fyrir því, að það eru firrur hjá bankastjórninni, að telja ókleift að setja upp nefnt útibú. Það er alls ekki svo, að vjer Ausfirðingar heimtum neitt stórfje; aðalatriðið er það, að eitthvert fje verði lagt til útbúsins, sem svo má auka, ef þörf eða ástæður mæla með; auk þess mundi og skjótt safnast sparisjóðsfje og mundi það auka veltufjeð.

Skýrsla sú, sem jeg hefi samandregið, nær frá 1908 fram á þenna dag, og er á þessa leið:

1908 Innlög í sparisjóð 1.659.902.39

Innlög gegn viðtökuskírteini 373.200.39 2.033.102.78

Útborgað sparisjóðsfje 1.608.247.14

Útb. innlög gegn viðtökuskírteini 131.021.91 1.739.269.05

í sparisjóði 31. desbr. 2.207.718.61

gegn viðtökuskírteini 537.051.33 2.744.769.94

1909 Innlög í sparisjóð 1.696.713.19

Innlög gegn viðtökuskírteinum 388.435.41 2.085.148.60

Útborgað sparisjóðsfje 1.853.216.21

Útborgað af fje með innlánskjörum 81.051.05 1.934.267.26

í sparisjóði 31. desbr. 2.051.215.59

gegn viðtökuskírteinum 582.427.99 2.633.643.58

1910 Innlög í sparisjóð 1.656,651.82

Innlög gegn viðtökuskírteinum 88.284.62 1.744.935.44

Útborgað sparisjóðsfje 1.464.951.13

Útborgað fje með innlánskjörum 266.187.44 1.731.138.57

í sparisjóði 31. desbr. 2.242.916.28

gegn viðtökuskírteinum 405.081.87 2.647.998.15

1911 Innlög í sparisjóð 1.793.718.19

Innlög gegn viðtökuskírreinum 46.846.26 1.840.564.45

Útborgað sparisjóðsfje 1.503.177.32

Útborgað fje með innlánskjörum 199.557.06 1.702.734.38

í sparisjóði 31. desbr. 2.533.457.15

gegn viðtökuskírteinum 252.371.07 2.785.828.22

1912 Innlög í sparisjóð 2.013.390.99

Innlög gegn viðtökuskírteinum 56.263.69 2.069.654.68

Útborgað sparisjóðsfje 1.981.493.52

Útborgað fje með innlánskjörum 42.972.85 2.024.466.37

í sparisjóði 31. desbr. 2.565.354.62

gegn viðtökuskírteinum 265.661.91 2.831.016.53

1913 Innlög í sparisjóð 2.502.407.23

Innlög gegn viðtökuskírteinum 157.171.53 2.659.678.76

Útborgað sparisjóðsfje 2.041.248.22

Útborgað fje með innlánskjörum 83.744.24 2.124.992.46

Í sparisjóði 31. desbr. ° 3.026.513.63

gegn viðtökuskírteinum 350.728.69 3.377.242.32

1914 Í sparisjóði 31. desbr. 3.213.801.71

Innstæða gegn viðtökuskírteinum 568.634.59 3.782.436.30

1915 31. mars:

Í sparisjóði og gegn viðtökuskírteinum 4.082.941.38

30. júní:

Í sparisjóði og gegn viðtökuskírteinum 4.285.750.76

Nú vil jeg líta á það, hversu mikið veltufje sparisjóðsins með innlögum gegn viðtökuskírteinum hefir aukist nú síðustu árin.

Árið kr.

1908 var veltufjeð 31. des. 2,774,769.94 1909

— — — 111 þús. lægra

1910 — — — 14 — hærra

1911 — — — 138 — —

1912 — — — 46 — —

1913 — — — 546 — —

1914 — — — 405 — —

1915 — — 31. mars 300 —

— — — 30. júní 203 — —

Mjer hefir heyrst á Landsbankastjóranum, að innlögin hefðu hækkað mjög mikið nú síðustu mánuðina, svo að jeg hugsa, að þau hafi nú hækkað frá síðustu áramótum kringum 800 þúsund. Bankastjórinn hefir látið þess getið, að aldrei hafi verið eins mikið fje í vörslum bankans og á þessu ári. Hann lítur svo á, sem ástæður bankans sjeu svo góðar nú, að hann gæti hlaupið undir bagga með Íslandsbanka, ef honum lægi á. Ef þess vegna nægilegt veltufje er fyrir hendi, þá er sjálfsagt, að fylgja lögunum og stofna útibú á Austurlandi. Jeg vil geta þess, að reynslan sýnir, að meira fje er lagt inn heldur en tekið er út. Þess vegna er engin hætta að stofna útibú, þótt með tómu sparisjóðsfje sje.

Árið 1913 var samþykt, að landssjóður legði bankanum til 100 þús. kr. á ári í 20 ár, eða alls 2 miljónir króna, og nú hefir þegar verið borgað inn í bankann 200 þús. kr., 100 þús. kr. á ári. Þetta fje ætti nú að greiða fyrir viðskiftunum. Mjer hefir ekki verið kunnugt um, að neitt hafi verið gjört í þessu máli, og er því þessi fyrirspurn eðlileg afleiðing af þingsályktunartillögunni.