10.09.1915
Neðri deild: 56. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2272 í B-deild Alþingistíðinda. (2777)

143. mál, útibú frá Landsbankanum á Austurlandi

Fyrirspyrjandi (Jón Jónsson):

Jeg get ekki fallist á, að dagskráin sje ástæðulaus. Hún er brýning til stjórnarinnar um það, að gjöra eitthvað í málinu. Reynslan hefir orðið sú, að hvorug stjórnin hefir gjört neitt í því, annað en það, að fá skriflegt svar frá bankastjórninni. (Ráðherra: Jeg hefi ekkert gjört). Dagskráin sýnir eiginlega ekkert annað en það, að deildin sje sama sinnis og í fyrra, og hún gæti orðið til þess, að stjórnin beitti sjer við bankann, ljeti t. d. rannsaka hag hans og komast að raun um, hvort ástæður bankastjórnarinnar eru á rökum bygðar.