15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2286 í B-deild Alþingistíðinda. (2789)

154. mál, Björgvinjargufuskipafélagið

Guðmundur Hannesson:

Háttv. fyrirspyrjandi (M. O.) benti á eitt atriði, í 12. gr. samningsins, sem hjer er um að ræða, þar sem fjelagið lofar því, að láta skipstjóra sína rannsaka, hvort ekki megi skifta um viðkomustaði við Húnaflóa, og þá þannig, að Blönduós komi í stað Hólmavíkur. Nú er Hólmavík sáralítill verslunarstaður í samanburði við Blönduós, og einkanlega er það nauðsynlegt fyrir Húnavatnssýslu, að skip komi við á Blönduósi í vetrarferðunum, ef unt er. Það sýnist því ekki nema rjett, að krefjast þess, að fjelagið gjörði einhverjar efndir á þessu, og vil jeg því spyrja, hvers vegna ekki hefir orðið úr því. Hjer er vissulega um brýna nauðsyn að ræða.