30.08.1915
Efri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

72. mál, kirkjugarður í Reykjavík

Framsögumaður (Guðm. Björnsson):

Eins og sjá má af nefndarálitinu á þgskj. 532, þá leggur meiri hluti nefndarinnar til, að frumvarp þetta verði samþykt með dálitlum breytingum. Vjer nefndarmenn höfum gjört fulla grein fyrir skoðun okkar á þessu máli í nefndarálitinu og við umræður um frv. um; upptöku legkaups, sem var næsta mál á undan á dagskránni. Jeg fyrir mitt leyti hefi þar engu við að bæta; en vona að hv. deild samþykki breytingarillögur okkar og síðan frumvarpið í heild sinni.