15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í B-deild Alþingistíðinda. (2794)

154. mál, Björgvinjargufuskipafélagið

Ráðherra:

Þessi spurning, sem háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) leggur fyrir mig, er alveg lagalegs eðlis. Jeg skal játa, að hún kemur nokkuð flatt upp á mig, og jeg er ekki viðbúinn að svara henni. En eftir því, sem mjer kemur fyrir sjónir svona við fyrsta álit, þá tel jeg, að einstakir menn eigi eingöngu sök á hendur fjelaginu fyrir þann skaða, sem þeir hafa orðið fyrir, en hins vegar tel jeg víst, að landsstjórnin eigi sök á hendur fjelaginu, ef gæta á rjettar landsins í heild sinni.