04.08.1915
Neðri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2295 í B-deild Alþingistíðinda. (2907)

Þinghlé

Forseti:

Áður er fundi lýkur vil jeg leyfa mjer að lesa upp skjal, er forsetum deildanna hefir borist, svo hljóðandi:

»Vjer skorum hjer með á deildarforseta Alþingis, að hafa þriggja daga (2 virka daga og 1 helgan) vinnuhlje á störfum þingsins um miðjan þingtímann, t. d. um næstu helgi. Flestir þingmenn hafa verið svo önnum kafnir við nefndarstörf, að slíkt hlje mundi verða mönnum eigi annað en nauðsynleg hvíld og ljetta störfin það, sem eftir er þingtímans.

Alþingi 3. ágúst 1915.

Sveinn Björnsson.

Hjörtur Snorrason.

Eggert Pálsson.

M. J. Kristjánsson.

Jón Magnússon.

H. Hafstein.

G. Eggerz.

Pjetur Jónsson.

Björn Kristjánsson.

Sigurður Gunnarsson.

Bjarni Jónsson frá Vogi.

Matth. Ólafsson.

Einar Arnórsson.

Einar Jónsson.

Skúli Thoroddsen.

Þorleifur Jónsson.

Jóhann Eyjólfsson.

Karl Einarsson.

M. Pjetursson.

Karl Finnbogason.

Benedikt Sveinsson.

Jón Þorkelsson.

Kristinn Daníelsson.

Skjal þetta er undirritað 23 þingm., 18 í Nd. og 5 í Ed. Út af þessu skal þess getið, að við forsetarnir höfum tekið tjeða áskorun til athugunar, en ekki sjeð okkur fært að fullnægja henni, með því að við lítum svo á, að til þess að gjöra þinghlje í fleiri daga, án sjerstaks tilefnis, þurfi samþykki meiri hl. þingmanna í báðum deildum, en slíkt samþykki vantar, þar sem áskorunin er að eins undirskrifuð af 5 þingmönnum efri deildar.