15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2298 í B-deild Alþingistíðinda. (2914)

Þinglok neðri deildar

Sigurður Gunnarsson:

Um leið og vjer alþingismenn neðri deildar ljúkum fundum vorum á þessu þingi, leyfi jeg mjer, sem elsti maður í deildinni, að færa hæstv. forseta vorum bestu þökk fyrir milda og viturlega fundarstjórn og óska honum í nafni vor allra giftusamlegrar farar heim í átthagana, heim í hjeraðið fagra, þar sem hann hefir skipað fremsta sætið í öllum þjóðþrifamálum, bæði ungur og gamall, og jafnan notið almenningstrausts.

Heill forseta vorum!

Þingmenn tóku undir þessi orð með því að standa upp.