15.09.1915
Efri deild: 64. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 997 í B-deild Alþingistíðinda. (2916)

26. mál, mat á lóðum og löndum í Reykjavík

Á 61. fundi í Ed., þriðjudaginn 14. sept., var fyrir tekið, samkvæmt dagskránni:

Kosning gætslustjóra Söfnunarsjóðs Íslands fyrir það,sem eftir er tímabilsins frá 1. jan. 1914 til 31. desbr. 1917.

Kosningu hlaut

Tryggvi Gunnarsson fyrrum bankastjóri, með 10 atkv. — 3 seðlar voru auðir.

2. Milliþingaforseti efri deildar.

Á 63. fundi í Ed., miðvikudaginn 15. sept., var tekið fyrir samkvæmt dagskránni:

Kosning milliþingaforseta efri deildar.

Kosningu hlaut

Guðmundur Björnson landlæknir, 5. kgk. þm., 10 atkv. — 3 seðlar voru auðir.

II.

Starfsmenn þingsins.

Á 4. fundi í Ed., mánudaginn 12. júlí, skýrði forseti frá því, áður til dagskrár væri gengið, að þessir starfsmenn þingsins væru þegar ráðnir:

1. Skrifstofustjóri:

Einar Þorkelsson.

2. Starfsmenn á skrifstofu:

Pjetur Magnússon,

Einar E. Hjörleifsson,

Helgi Salómonsson.

3. Innanþingsskrifarar í efri deild:

Árni Pálsson

Pjetur Zófóníasson

Jón Ásbjörnsson

Friðrik Jónasson

Ragnar Hjörleifsson

Páll Guðmundsson,

í neðri deild:

Vilmundur Jónsson

Pjetur Lárusson.

Páll E. Ólason,

Andrjes Björnsson,

Skúli S. Thoroddsen,

Eiríkur Albertsson,

Tryggvi Hjörleifsson,

Baldur Sveinsson.

4. Gæslumaður á lestrarsal:

Halldór Kr. Ármannsson.

5. Aðrir gæslumenn:

Jónas Jónsson, þinghúsvörður,

Kristján Helgason, pallavörður, ljóss og elda,

Magnús Gunnarsson, pallavörður.

6. Þingsveinar:

Ágúst Einarsson,

Hannes Valgarður Guðmundsson,

Hjálmar Bjarnason,

Bergur Jónsson,

Lárus Sigurbjörnsson.

III. Símanot þingmanna.

Á 7. fundi í Ed., fimtudaginn 15. júlí, skýrði forseti frá, áður en til dagskrár var gengið, að forsetar hefðu ákveðið um símanot þingmanna það, sem hjer segir:

Utanbæjarþingmenn hafa leyfi til að nota landsímann á landssjóðs kostnað um þingtímann til símtals við heimili sitt, eða þá símastöð, sem næst er heimili þeirra. Gæta verða þeir þó þess, að tala frá einhverjum af þessum 3 stöðum:

1. Landsímastöðinni,

2. Þinghúsinu,

3. Frá bústað sínum hjer, ef þar er sími, og þó því að eins, að þeir segi Landsímastöðinni skýrt til nafns síns.

IV. Þinglenging.

Á 48. fundi í Ed., miðvikudaginn 1. sept., áður en til dagskrár var gengið, mælti

Forseti: Hæstv. ráðherra hefir tilkynt mjer, að þingið sje framlengt til 10. þ. m. að þeim degi meðtöldum.

Á 57. fundi í Ed., föstudaginn 10. sept., skýrði forseti frá því, áður til dagskrár væri gengið, að ráðherra hefði, samkvæmt umboði frá H. H. konunginum enn framlengt þingtímann, fyrst um sinn til mánudags 13. sept., að þeim degi meðtöldum.

Á 60. fundi í Ed., mánudaginn 13. sept., skýrði forseti frá því, að ráðherra hefði, samkvæmt allra mildilegustu konunglegu umboði, enn þá framlengt þingtímann til miðvikudags 15. sept., að þeim degi með töldum.

Þinglok efri deildar.

Á 64. fundi í Ed., miðvikudaginn 15. sept., að lokinni dagskrá, mælti

Forseti: Störfum deildarinnar er þá lokið að þessu sinni.

Þakka jeg kærlega háttv. deildarmönnum yfirleitt fyrir ágæta samvinnu, og drengilega framkomu, og læt því gleymt, sem út af hefir borið í þessu efni. Er jeg alófáanlegur til þess, að minnsta kosti í bráð, að gjöra úr því opinbert deilumál.

Að meðtöldum þessum lokafundi hafa deildarfundir hjer verið alls 64.

Öll mál, sem deildin hefir fengið til meðferðar, hefir hún afgreitt á lögformlegan hátt, að einum tveimur undanskildum, sem flutningsmenn sjálfir þegjandi hafa látið fyrir farast.

Sá, sem allan ávöxt gefur, blessi sumarstörfin, landi voru og þjóð til heilla og hagsældar. Með þeirri hjartans ósk segi jeg störfum þessa síðasta fundar deildarinnar lokið.