15.09.1915
Efri deild: 64. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 998 í B-deild Alþingistíðinda. (2917)

26. mál, mat á lóðum og löndum í Reykjavík

Guðmundur Björnson:

Jeg vil leyfa mjer, í nafni deildarinnar, að þakka háttv. forseta fyrir vel unnið starf. Hvernig vinna vor gengur, er mikið komið undir því, hversu forseti rækir störf sín, og í því efni verðum við að lúka lofsorði á forseta vorn. Eðlilegt er, að stundum hafi eitthvað borið á milli, en við eigum jafnan að gleyma öllu, sem miður fer, og muna það, sem betra er. Og hve vel störf vor hafa gengið að þessu sinni, megum við mikið þakka röggsamlegri embættisrækslu háttv. forseta.

Bið jeg háttv. deildarmenn að taka undir þakkir mínar og votta þær með því, að standa upp.

Allir þingdeildarmenu tóku undir þessi orð, með því að standa upp frá sætum sínum.

Forseti þakkaði vingjarnleg ummæli 5. kgk. þm. (G. B.) í sinn garð og virðingarvott af hálfu deildarmanna, og sagði svo fundi slitið.