14.08.1915
Efri deild: 33. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Framsögumaður (Sig. Stefánsson) :

Þegar mál þetta var tekið út af dagskrá síðast, var það gjört fyrir tillögur nefndarinnar, af því að hún kvaðst mundi bera sig saman við háttv. fjárlaganefndir þingsins um það, hvort ástæða væri til að fresta málinu til þingloka. Nefndin hefir nú borið sig saman við báðar fjárlaganefndir þingsins, og allir nefndarmenn, sem við voru staddir, óskuðu að málið gengi tafarlaust sinn gang. Jeg hefi nú tjáð hv. deild þetta, en hún ræður hvort hún tekur tillit til þess eða ekki. En jeg vil að eins óska þess, að hún lofi málinu að ganga leið sína gegn um þingið.