09.08.1915
Efri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (343)

77. mál, vatnsveita

Steingrímur Jónsson:

Jeg vil leyfa mjer, að skjóta því til hinnar háttv. nefndar, hvort hún vilji ekki bæta inn í frumvarpsgreinina orðunum: „með kleifum kostnaði“. Mjer finst orðalagið, sem nú er, vera rangt, því að það má segja, að það sje alt af mögulegt að veita vatninu. Meiningin verður sú sama, og því þá ekki að hafa það orðalagið, sem við á.