23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (352)

63. mál, Dalavegur

Hákon Kristófersson :

Það voru að eins örfá orð, sem jeg vildi sagt hafa. Samkvæmt 1. gr. á vegurinn að liggja frá vegamótum hjá Gljúfrá í Borgarfirði, um Norðurárdal, Bröttubrekku o. s. frv., en jeg vildi leiða athygli deildarmanna að því, að hugsanlegt er, að eftir frumvarpinu mætti líta svo á, að vegurinn ætti að liggja um Reykhólasveit og fyrir Reykjanes. Vildi jeg því leyfa mjer að spyrja háttv. nefnd, hvort það væri tilætlunin. (Sig. Stefánsson: Nei, svo er ekki). Jæja, ef þetta getur ekki valdið misskilningi, þá er ekkert við það að athuga.