23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (361)

70. mál, Hafnarfjarðarvegur

Kristinn Daníelsson:

Jeg stend upp til að lýsa því yfir, að jeg get vel látið mjer lynda, ef málið fær þau úrslit, er á horfist, þó jeg sje ekki alls kostar viss um, að þetta sje að öllu leyti heppileg úrslit. Niðurstöðu sína hefir bæði nefndin og háttv. Nd. bygt á brjefi landsverkfræðingsins, sem er fylgiskj. á þgskj. 240. Niðurstaðan er sú, eins og kunnugt er, að taka Hafnarfjarðarveginn í þjóðvegatölu og landssjóður taki þar með að sjer allan kostnað af viðhaldi hans. En verkfræðingurinn tekur það fram, að ekki megi líta á þessa ráðstöfun, nema sem loforð um að halda veginuna við. Er þá samþykt þessa frumvarps að skoða sem slíkt loforð, og get jeg að vísu látið mjer þetta vel lynda frá sjónarmiði Gullbr.- og Kjósarsýslu, sem er algjörlega ofvaxið að halda við þessum vegi, en jeg er þar fyrir ekki fyllilega samdóma landsverkfræðingnum. Hann hefir ekki haft fyrir augum það, sem er aðalatriðið í þessu máli, sem sje það, að lífsnauðsyn er að halda við sjerstaklega góðum vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. En þar sem landsverk. fræðingurinn segir, að ekki megi líta á þetta sem neitt loforð um nýjan veg, þá liggur við að orð hans verði skilin sem hótun um það, .að nýr vegur verði alls ekki lagður. En nú er mikil þörf á að leggja nýjan veg. Öllum er kunnugt um það, sem veginn þekkja, að ómögulegt er að fara með vagna eftir honum, hvorki vetur, vor nje haust.

En jeg vildi láta það koma fram í um- ræðunum, að einmitt er óhjákvæmileg þörf á, að nýr vegur verði lagður. Mjer er ekki það eitt nóg, þótt sýslufjelag mitt losni við kostnaðinn, og álit, vegna vegarins sjálfs, og hinna ótal mörgu, sem nota hann, að málinu sje ekki ráðið vel til lykta, fyrr en nýr vegur er gjörður af bestu gjörð, sem; nú tíðkast.