16.08.1915
Efri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (385)

71. mál, veiting prestakalla

Guðmundur Björnson :

Jeg vil leyfa mjer að benda að eins á tvær smávillur í nefndarálitinu. Í 5. breytingartillögunni stendur málsgrein, en ætti að vera setning. (Steingrímur Jónsson: Hvað kallar þingmaðurinn málsgrein?) Jeg kalla það málsgrein, sem vani er að nefna svo á þingi og í lögum. Hin villan er í 6. brtt. og mun vera prentvilla. Þar stendur innsiglir, en á vitanlega að vera innsiglar.