07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í B-deild Alþingistíðinda. (39)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Sigurður Stefánsson :

Jeg á dálitla viðaukatill. á þgskj. 785, sem fer í þá átt, að stjórnin láni Ísafjarðarkaupstað 60 þús. kr. til raflýsingar. Jeg tek það fram, að jeg var helst á að strika ætti út, að þessu sinni, allar lánsheimildir, með því að lítil líkindi eru til, að stjórnin geti notað þær allar. En eins og mönnum er kunnugt, var felt að fella niður lán til rafveitu á Húsavík, og jeg hafði tekið það fram í nefndinni, að kæmist nokkur slík lánsheimild í fjárlög, þá yrði jeg að koma fram með þessa tillögu mína. Á Ísafirði er engu minni þörf raflýsingar en t. d. á Húsavík, og jeg skil tæpast, að þingið velji neinn einn eða einstakan stað til þess að ganga á undan, heldur taki öllum slíkum beiðnum jafnt. Vona jeg að úr því að háttv, deild ljet Húsavík standa, þá geti hún greitt atkv. með víða.till., einkum vegna þess, að þetta kemst varla nema á pappírinn.

Þarf jeg svo ekki að fjölyrða um þetta, en vona að mönnum hafi skilist hvernig málinu er farið, og sýni Ísafirði sömu sanngirni og Húsavík.