25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

67. mál, dýraverndun

Framsögum. (Sigurður Stefánsson) :

Nefndin hefir ekki gjört miklar breytingar við frv., og telur stefnu þess algjörlega rjetta. Þó að við raunar getum ekki borið fult traust til löghlýðni manna við þessi lög fremur en önnur, þá hygg jeg að sómatilfinning og vasandi mannúð venji menn á, að fara betur með skepnur en verið hefir.

Tvö atriði voru það, sem nefndinni fanst þörf á að breyta. Var það fyrst og fremst a- og b-liður á þgskj. 492, því nefndinni þykja þessar breytingar ekki heppilega orðaðar, og þess vegna tek jeg brtt. hjer með aftur, en mun koma fram með þær síðar.

3. gr. breytingartillögunnar, sem miðar að því að skýra ákvæði frumvarpsins, þar sem átt er við meðferð hesta í brúkun, á að eins við það, að stjórnarráðið setji reglur um hesta í brúkun.

Fleira var ekki, sem jeg þurfti að taka fram. Frumvarpið álít jeg gott og gagnlegt, og kemur sjálfsagt að því betri notum, sem þjóðinni eykst siðferðislegur þroski og menning.