07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Guðmundur Ólafsson:

Jeg á eina litla brtt. á þgskj. 781, sem fer fram á að veitt sje til brúar yfir Hamarsá á Vatnssesi. Beiðni þessi var feld í Nd. með litlum atkvæðamun. Á þessi er að vísu ekki stórt vatnsfall, en er oft hvymleið. Alt frá upptökum sínum fellur hún niður brattan dal í kletta gili, og þegar því sleppir taka við eyrar, og þegar vöxtur hleypur í ána, er hún þar svo ströng og stórgrýtt, að hún má heita með öllu ófær. Verður þá oft að fara á bát fyrir framan ármynnið, og eins og gefur að skilja, veldur það allmiklum óþægindum. Yfir ána er fjölfarið, bæði í kaupstað og eins þegar læknis er leitað; verður þá stundum að fara upp á fjall, og eru það slæmar tafir. Mætti fleira tína til, t. d. að í fyrrahaust varð ekki komist með fje úr rjettum norður yfir ána.

Stundum verður að fara upp á fjall og stundum niður að sjó, til þess að komyfir. Jeg er ekki vel kunnugur þarna, en fer eftir lýsingu annara; en annars finst mjer háttv, deild geti lagt talsvert upp úr því, að búið er að safna þegar í hreppnum 900 kr., og sýslusjóður Vestur-Húnvetninga mun leggja fram um 1700 kr., en búist er við að brúin muni kosta 4500–5000 kr. Fyrir nokkrum árum var gjörð teikning og áætlun um timburbrú og átti hún að kosta 5700kr., en landsverkfræðingurinn ráðlagði að byggja heldur steinsteypubrú, þó hún yrði nokkuð dýrari.

Jeg þykist hafa gjört grein fyrir, að mjög er fjölfarið yfir ána, þó þetta sje einungis hreppsvegur, því eins og mönnum er kunnugt, þá er næsta lítið upp úr því leggjandi hvort vegir eru nefndir sýsluvegir eða hreppavegir; hreppavegir oft og tíðum eins mikilsvarðandi.

Jeg vona því, að háttv. deild taki þessu vel, sjerstaklega er hún sjer áhuga manna norður þar, og hvað þeir vilja á sig leggja.