23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Hákon Kristófersson:

Þar sem svo hefir atvikast, að framsögumaður þessa máls, hv. 2. kgk. (Stgr.J.), er ekki viðstaddur, þá tel, eg mjer skylt að fara nokkrum vel völdum orðum um frv. í hans stað.

Eins og sjá má af nefndarálitinu, leggur nefndin það til, að frumvarpið nái fram að ganga hjer í deildinni, því hún hyggur það muni vera til bóta. Hún hefir að eins komið fram með eina brtt. á þgskj. 473; þar hefir slæðst inn í ein prentvilla: 2. gr. í stað 7. gr., og bið jeg hv. deildarmenn að athuga það.

Nefndin lítur svo á, að þó að allmargir telji frv. ef til vill óþarfa, þá muni það ekki verða óvinsælt, sjerstaklega þegar þess er gætt, að kaupmönnum er ekki skylt að nota hina lögskipuðu vigtarmenn frekar en þeim sýnist. Að öðru leyti þarf eg ekkert að taka fram um frumvarpið, en vona, að deildin taki því vel.